Um KMÍ
Á döfinni

7.2.2017

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir árið 2016

Á árinu 2016 var Eiðurinn eftir Baltasar Kormák vinsælasta kvikmynd ársins með 46.786 manns í aðsókn og var jafnframt eina íslenska kvikmyndin sem komst á topp 20 listann yfir vinsælustu myndir ársins.

Þetta er annað árið í röð sem kvikmynd undir leikstjórn Baltasar Kormáks er vinsælasta mynd ársins, þar sem bandaríska stórmyndin Everest var aðsóknarhæst árið 2015.

Þær 19 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 6,4 prósent af heildaraðsókn, þar sem rúmlega 91.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir. Íslenskar myndir voru með 6,6 prósent af markaðnum í tekjum talið, samtals um 111,5 milljónir króna á árinu 2016.

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir jókst um 32% frá árinu 2015, þegar tæplega 62.000 gestir sáu íslenskar kvikmyndir.

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2016 skv. gagnagrunni FRÍSK:

 

Titill Aðsókn Seldir miðar
Eiðurinn 46.786 63.713.364 kr.
Grimmd 19.587 17.464.072 kr.
Fyrir framan annað fólk 10.891 14.624.347 kr.
Jökullinn logar 3.619 4.222.820 kr.
Innsæi - The Sea Within 2.089 3.235.200 kr.
Reykjavík 2.569 2.107.894 kr.
Njósnir, lygar og fjölskyldubönd 1.151 1.412.400 kr.
Hrútar (frumsýnd 2015)* 921 1.129.967 kr.
Ransacked 610 900.450 kr.
Baskavígin 800 847.350 kr.
Garn 454 609.300 kr.
Fúsi (frumsýnd 2015)* 347 450.680 kr.
Úti að aka - Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku 221 293.600 kr.
Svarta gengið 344 216.450 kr.
Þrestir (frumsýnd 2015)* 111 107.600 kr.
Keep Frozen 341 106.000 kr.
Aumingja Ísland 239 40.050 kr.
Rúnturinn I 139 36.850 kr.
Austur (frumsýnd 2015)* 2 3.200 kr.
  91.221 111.521.594 kr.

* Aðsóknartölur fyrir árið 2015 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum og fjöldi stuttmynda voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2016.

Leikið sjónvarpsefni:

Borgarstjórinn undir leikstjórn Rannveigar Göggu Jónsdóttur, Maríu Reyndal og Jóns Gnarr var frumsýnt í október á Stöð 2.

Ligeglad undir leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar var frumsýnt í mars á RÚV.

Ófærð undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar var frumsýnt undir loks árs 2015 og hélt áfram í sýningum í byrjun árs 2016.

Stuttmyndir:

Bestu vinkonur að eilí­fu amen eftir Katrínu Björgvinsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Búi eftir Ingu Lísu Middleton var frumsýnd á RÚV í desember.

Grýla eftir Tómas Heiðar Jóhannesson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Helga eftir Tinnu Hrafnsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

I Can't Be Seen Like This eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Litla stund hjá Hansa eftir Eyþór Jóvinsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

LjósÖld eftir Guðmund Garðarsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.