Um KMÍ
Á döfinni

29.3.2017

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 30. mars - 9. apríl

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fjórða sinn 30. mars – 9. apríl 2017. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Formleg dagskrá hefst fimmtudaginn 30. mars kl. 17 í Bíó Paradís þegar töframaður mætir á svæðið áður en opnunarmynd hátíðarinnar, Antboy 3, verður sýnd kl. 18. Ókeypis er inn á opnunarhátíðina.

Dagskráin í ár er fjölbreytt og er boðið upp á 32 barna- og unglingakvikmyndir sem henta öllum aldurshópum. Eins verður boðið upp á fyrirlestur um gerð tölvugerðar teiknimyndar, sérstaka sýningu í samstarfi við Geðhjálp og leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára undir stjórn Ólafs. S.K. Þorvaldz, þar sem börn læra hvernig á að undirbúa sig undir áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir. Opið er fyrir skráningu á leiklistarnámskeiðið, nánari upplýsingar hér .

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu Bíó Paradís