Um KMÍ
Á döfinni

31.1.2020

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin í Clermont-Ferrand byrjar í dag

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur árlega þátt í Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni í Clermont-Ferrand sem fer nú fram dagana 31. janúar - 8. febrúar. Clermont-Ferrand hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ hátíðum og er ein stærsta kvikmyndahátíð heims sem er einungis helguð stuttmyndum.

Á hátíðinni kynnir Kvikmyndamiðstöð nýjar íslenskar stuttmyndir á stuttmyndamarkaðnum sem byrjar mánudaginn 3. febrúar og stendur til fimmtudagsins 6. febrúar. Þar verða íslenskar stuttmyndir sýndar á sérstakri markaðssýningu fyrir fagaðila. 

Nánari upplýsingar um Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðina og markaðinn má finna á heimasíðu hátíðarinnar.