Um KMÍ
Á döfinni

12.11.2018

Andið eðlilega vann til verðlauna í Hollandi

Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, vann verðlaun á Noordelijk kvikmyndahátíðinni fyrir sérstakt framlag til norrænna kvikmynda. Hátíðin fór fram í Leeuwarden í Hollandi og var Ísold viðstödd hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Andið eðlilega hefur nú unnið til tíu alþjóðlegra verðlauna. Myndin var heimsfrumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum, þar sem fyrstu verðlaunin unnust. Ísold Uggadóttir var þar valin besti erlendi leikstjórinn. Andið eðlilega hefur unnið til fjögurra verðlauna á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum og hefur einnig unnið til verðlauna í Portúgal, Grikklandi, Ástralíu, Svíþjóð og Færeyjum.

The Match Factory sér um sölu og dreifingu á heimsvísu.