Um KMÍ
Á döfinni

8.3.2017

Baskavígin valin besta heimildamyndin í Richmond

Baskavígin, spænsk/íslenska heimildamyndin undir leikstjórn Aitor Aspe, var valin besta heimildamyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Richmond í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrstu verðlaun  myndarinnar.

Á dögunum var Hilmar Örn Hilmarsson tilnefndur til Edduverðlauna fyrir frumsamda tónlist sína í myndinni.

Hjálmtýr Heiðdal er meðframleiðandi myndarinnar fyrir Seyluna.

Baskavígin var heimsfrumsýnd í Zinemira hluta kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián á Spáni síðastliðið haust. San Sebastián hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ hátíðum í heiminum.

Baskavígin segir eins og nafnið gefur til kynna frá Baskavígjunum, oft kölluð Spánverjavígin, sem eru einu fjöldamorðin sem Íslendingar hafa framið. Myndin inniheldur fjölda leikinna atriða og fjölda íslenskra leikara og statista, enda stór hluti leiknu atriðanna tekin á Íslandi.

Hér að neðan er að finna stiklu fyrir myndina.

Baskavígin - stikla