Um KMÍ
Á döfinni

2.3.2017

Beldocs Pro vinnustofan óskar eftir umsóknum

Beldocs Pro vinnustofan óskar eftir umsóknum. Beldocs Pro er vinnustofa fyrir skapandi heimildamyndir ætluð ungum evrópskum kvikmyndagerðarmönnum og nemum í kvikmyndagerð. Vinnustofan fer fram í fimm daga samhliða Beldocs International Documentary Festival í Belgrad í Serbíu sem fer fram frá 8. – 15. maí 2017. Umsóknarfrestur rennur út 6. mars 2017.

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu Beldocs.