Um KMÍ
Á döfinni

18.8.2020

Bergmál tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rún­ars­son­ er til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs fyrir hönd Íslands.

Tilkynnt var um tilnefningarnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi fyrr í dag.

Hinar fimm myndirnar sem hljóta tilnefningar eru Uncle frá Danmörku eftir leikstjórann Frelle Petersen, Dogs Don‘t Wear Pants frá Finnlandi eftir leikstjórann Jukka-Pekka Valkeap ää, Beware of Children frá Noregi eftir leikstjórann Dag Johan Haugerud og Charter frá Svíþjóð eftir leikstjórann Amanda Kernell.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru mjög eftirsótt verðlaun sem 17 kvikmyndir hafa hlotið síðan verðlaunin voru fyrst afhent árið 2002, en frá árinu 2005 hafa þau verið veitt árlega.

Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 27. október 2020 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Bergmál hefur hingað til hlotið sex alþjóðleg kvikmyndaverðlaun síðan að myndin var heimsfrumsýnd og vann sín fyrstu verðlaun í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Locarno.

Bergmál hefur einnig verið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt myndinni Between Heaven and Earth, samframleiðsla Palestínu, Luxemborg og Íslands í leikstjórn Najwa Najjar og eru framleiðendur Hani Kort, Adrien Chef, Paul Thiltges, Fahad Jabali og Eggert Ketilsson.

Bergmál er ljóðræn kvikmynd um íslensk samfélag í aðdraganda jóla og endar á nýar´sdag. Framleiðendur eru Lilja Ósk Snorradóttir, Live Hide og Rúnar Rúnarsson.

Nánar upplýsingar um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.