Um KMÍ
Á döfinni

29.12.2017

BÍL leggur fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018 – lagt til að hækka framlög til Kvikmyndasjóðs

Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) hefur lagt fram umsögn sína um fjárlagafrumvarpið 2018 til fjárlaganefndar Alþingis. Í umsögninni eru gerðar athugasemdir við liði á sviði lista í fjárlagafrumvarpinu.

Á sviði kvikmynda leggur BÍL meðal annars til að fjárframlög til Kvikmyndasjóðs verði nær tvöfölduð svo að þau nálgist tvo milljarða árið 2020. BÍL nefnir einnig að málefni KMÍ þarfnist sérstakrar skoðunar af hálfu stjórnvalda, t.a.m. vegna fárra stöðugilda og gífurlegs umfangs starfsins, sem stafar ekki síst af velgengni íslenskra kvikmynda á alþjóðavísu.

Umsögnina er að finna í heild sinni á heimasíðu Alþingis.