Um KMÍ
Á döfinni

9.6.2017

Cinekid Script LAB óskar eftir umsóknum

Cinekid Script LAB er 4 mánaða vinnustofa fyrir handritshöfunda sem sérhæfa sig í að skrifa handrit að kvikmyndum fyrir börn. Í ár er einnig opið fyrir heimildamyndir í fullri lengd. 

Vinnustofan er haldin í nokkrum lotum og fer sú fyrsta fram í Amsterdam dagana 21.-25. október samhliða Cinekid Professionals.  
Frá nóvember til janúar geta þátttakendur unnið með ráðgjöf frá leiðbeinendum á námskeiðinu og átt einstaklingfundi með þeim gegnum á skype. 
16.-21. febrúar, 2018, verður síðasta lotan haldin í Berlín, Þýskalandi. 

Undanfarin ár hafa þau 6 verkefni sem hafa tekið þátt ár hvert verið tilnefnd af þeim kvikmyndastofnunum sem styðja verkefnið. 
Í ár er hins vegar opið fyrir umsóknir fyrir 6 verkefni til viðbótar við þau sem tilnefnd verða af kvikmyndastofnunum. 

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Allar upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um má finna hér

Cinekid Script LAB er styrkt af Creative Europe - MEDIA áætlun Evrópusambandsins. Kvikmyndamiðstöð Íslands er einnig styrktaraðili verkefnisins.