Um KMÍ
Á döfinni

16.6.2020

Dalía eftir Brúsa Ólason valin til þátttöku í Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Brúsa Ólasonar úr Columbia University School of the Arts, stuttmyndin Dalía, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary Industry Days (KVIFF Eastern Promises) sem fer fram dagana 29. júní - 8. júlí.  

Future Frames, sem haldið er af Europe Film Promotion EFP, er er vettvangur til að kynna nýjar kvikmyndir frá ungum og efnilegum leikstjórum sem eru nýútskrifaðir úr kvikmyndaskólum í Evrópu. Alls eru 10 leikstjórar valdir til þátttöku og er því um gífurlega mikinn heiður að ræða fyrir Brúsa.

Karlovy Vary Industry Days er hliðardagskrá Karlovy Vary kvikmyndahátíðarinnar sem er með elstu kvikmyndahátíðum í heimi og ein sú stærsta sinnar tegundar í Mið- og Austur- Evrópu. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur sjálfri hátíðinni verið aflýst þetta árið, en þess í stað fá þátttakendur Future Frames að kynnast fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum í gegnum Industry Days sem fer fram í stafrænu formi.