Um KMÍ
Á döfinni

19.2.2018

Daníel Bjarnason hlýtur norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin

Daníel Bjarnason hlaut um helgina verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, á norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaununum sem afhent voru í Berlín. 

Verðlaunin voru nú afhent í 8. skiptið en þetta er í annað skipti sem íslenskt tónskáld hlýtur þau. Atli Örvar hlaut verðlaun árið 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Hrútar og sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun. 

Daníel hefur áður samið tónlist við íslensku kvikmyndirnar Djúpið, Foreldrar og Reykjavík Guesthouse, stuttmyndirnar Skaði og Prómíll og heimildamyndina Everything, Everywhere, All the time.