Um KMÍ
Á döfinni

13.2.2019

Davíð Þór Jónsson hlýtur norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin

Davíð Þór Jónsson hlaut í gær Hörpu verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, á norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaununum sem afhent voru í Berlín.

Þá segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar að tónlist Davíðs Þórs spili mikilvægt og frumlegt hlutverk í myndinni. Davíð enduruppgötvar hina klassísku grísku harmleiki Evripídesar og Sófóklesar og heimfærir á smekklegan hátt uppbyggingu myndarinnar. Sú nálgun sé í senn þýðingarmikil og tilfinningalega stór hluti frásagnarinnar. Að auki er aðalpersóna myndarinnnar kórstjóri og undirstrikar hvernig tónlistin er rauður þráður í gegnum myndina.

Í fyrra hlaut Daníel Bjarnason Hörpu verðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Það var í annað skipti sem íslenskt tónskáld hlaut verðlaunin. Atli Örvarsson hlaut verðlaun árið 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Hrútar og sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun.

Hörpu verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænum hæfileikum, færni og þekkingu og að kynna norrænt hæfileikafólk á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar fyrir alþjóðlega kvikmyndageiranum. Með þessu er stefnt að því að auka möguleika á samstarfsmöguleikum milli Norðurlandanna og hinum alþjóðlega kvikmyndamarkaði.

Nánari upplýsingar um Hörpu verðlaunin er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.