Um KMÍ
Á döfinni

25.7.2017

DOK Co-Pro Market óskar eftir umsóknum

Samframleiðslumarkaðurinn DOK Co-Pro Market, sem fer nú fram í 13. skipti í ár, óskar eftir umsóknum. Markaðurinn fer fram dagana 30. - 31. október samhliða heimildamyndahátíðinni DOK Leipzig sem er ein elsta hátíð sinnar tegundar.

Um er að ræða markað þar sem allt að 35 verkefni í þróun geta tekið þátt og munu þau verða kynnt fyrir fagfólki innan sölu- og dreifingariðnaðarins. Eins leggur markaðurinn áherslu á að kynna verkefni fyrir öðrum framleiðendum sem geta með því styrkt tengslanet sitt. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. 

Allar nánari upplýsingar um markaðinn og hvernig sækja skuli um má finna hér.