Um KMÍ
Á döfinni

26.2.2018

Edduverðlaun 2018 – Fangar sigursælastir með 10 Eddur

Undir trénu var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal í beinni útsendingu á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu þann 25. febrúar. Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut flest verðlaun á hátíðinni, 10 Eddur, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni, klippingu og kvikmyndatöku.

Undir trénu vann næstflest verðlaun, sjö talsins, þar á meðal fyrir leikstjórn ársins og handrit ársins.

Steinþór Hróar Steinþórsson í Undir trénu var valinn leikari ársins í aðalhlutverki og Edda Björgvinsdóttir í Undir trénu var valin leikkona ársins í aðalhlutverki. Sigurður Sigurjónsson í Undir trénu var valinn leikari ársins í aukahlutverki og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Föngum var valin leikkona ársins í aukahlutverki.

Ásamt því að vinna fyrir leikið sjónvarpsefni hlaut Fangar áhorfendaverðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins. Atelier var valin stuttmynd ársins og Reynir sterki var valin heimildamynd ársins.

Heiðursverðlaun ársins komu í hlut Guðnýjar Halldórsdóttur leikstjóra og handritshöfundar.

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni 2018:    

Kvikmynd ársins
Undir trénu

Leikstjórn ársins
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Undir trénu

Leikari ársins í aðalhlutverki
Steinþór Hróar Steinþórsson – Undir trénu

Leikari ársins í aukahlutverki
Sigurður Sigurjónsson – Undir trénu

Leikkona ársins í aðalhlutverki
Edda Björgvinsdóttir – Undir trénu

Leikkona ársins í aukahlutverki
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Fangar

Leikið sjónvarpsefni ársins
Fangar

Sjónvarpsefni ársins
Fangar

Handrit ársins
Huldar Breiðfjörð, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Undir trénu

Stuttmynd ársins
Atelier

Heimildamynd ársins
Reynir sterki

Kvikmyndataka ársins
Árni Filippusson - Fangar

Klipping ársins
Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson, Sverrir Kristjánsson - Fangar

Tónlist ársins
Pétur Ben – Fangar

Heiðursverðlaun ÍKSA
Guðný Halldórsdóttir

Brellur ársins
The Gentlemen Broncos, Alexander Schepelern, Emil Pétursson, Snorri Freyr Hilmarsson - Undir trénu

Búningar ársins
Helga Rós V. Hannam – Fangar

Gervi ársins
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir – Fangar

Hljóð ársins
Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson, Daði Georgsson - Fangar

Leikmynd ársins
Heimir Sverrisson – Fangar

Barna- og unglingaefni ársins
Sumarbörn

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Kveikur

Menningarþáttur ársins
Framapot

Mannlífsþáttur ársins
Leitin að upprunanum

Sjónvarpsmaður ársins
Unnsteinn Manúel Stefánsson

Skemmtiþáttur ársins
Áramótaskaup 2017

Upptöku- eða útsendingastjórn
Helgi Jóhannesson, Vilhjálmur Siggeirsson – Söngvakeppnin 2017