Um KMÍ
Á döfinni

8.5.2018

EFA Young Audience áhorfendaverðlaunin haldin í fyrsta skipti á Íslandi

European Film Academy hefur frá árinu 2013 staðið fyrir Young Audience áhorfendaverðlaunum sem að fara fram víðsvegar í Evrópu á sama tíma. 
Í ár fóru verðlaunin fram í 34 löndum og í 43 borgum. 

Ísland tók nú þátt í fyrsta skipti og mættu 14 áhugasöm börn á aldrinum 12-14 ára í Bíó Paradís til þess að vera meðlimir í dómnefnd fyrir hönd Íslands, horfa á þrjár kvikmyndir og ræða saman um myndirnar. Leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Ísold Uggadóttir stýrðu umræðum eftir myndirnar ásamt kvikmyndafræðingnum Oddnýju Sen.  

Hátíðinni lauk með beinni útsendingu frá verðlaunaafhendingunni sem fór fram í Efurt í Þýskalandi og var streymt á heimasíðu YAA.

Myndin Wallay frá Frakklandi og Burkina Faso eftir Berni Goldblat hlaut sigur úr býtum sem besta myndin á verðlaunahátíðinni en ítalska myndin Girl in Flight  eftir Söndru Vannucchi var í fyrsta sæti hjá íslensku dómnefndinni. Þriðja sætið hlaut svo finnska heimildamyndin Hobbyhorse Revolution eftir Selmu Vilhunen.