Um KMÍ
Á döfinni

26.6.2018

Elísabetu Ronaldsdóttur klippara hefur verið boðið sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni.

Elísabet Ronaldsdóttir, klippari, er á meðal þeirra 928 hefur verið boðið að sitja í bandarísku kvikmyndaakademíunni í ár. Meðlimir akademíunnar kjósa hverjir hljóta hin virtu Óskarsverðlaun.

Elísabet hefur klippt erlendar myndir á borð við Deadpool 2, Atomic Blonde og John Wick. Hún hefur einnig klippt fjöldann allan af íslenskum kvikmyndum og þáttum þar með talið Djúpið, Ófærð og Mýrina.  

Áður hefur Atla Örvarssyni tónskáldi, Jóhanni Jóhannssyni tónskáldi og Fríðu Aradóttur förðunarfræðingi verið boðið sæti í akademíunni.