Um KMÍ
Á döfinni

12.10.2018

Fjöldi íslenskra kvikmynda á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck

Samtals verða níu íslenskar kvikmyndir sýndar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, sem fara fram frá 30. október – 4. nóvember næstkomandi. Myndirnar sem um ræðir eru kvikmyndirnar Kona fer í stríðAndið eðlilega, Lof mér að falla, Víti í Vestmannaeyjum og Sumarbörn, stuttmyndirnar Pabbahelgar og Frelsun og heimildamyndirnar 690 Vopnafjörður og „Varnarliðið“ kaldastríðsútvörður.

Kona fer í stríð undir leikstjórn Benedikts Erlingssonar, Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur og Lof mér að falla undir leikstjórn Baldvins Z verða sýndar í kvikmyndahluta hátíðarinnar.

Víti í Vestmannaeyjum undir leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar og Sumarbörn eftir Guðrún Ragnarsdóttur verða sýndar í barna- og ungmennahluta hátíðarinnar.

Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Frelsun  undir leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur verða sýndar í stuttmyndahluta hátíðarinnar.

690 Vopnafjörður undir leikstjórn Körnu Sigurðardóttur og „Varnarliðið“ kaldastríðsútvörður undir leikstjórn Guðbergs Davíðssonar og Konráðs Gylfasonar verða sýndar í heimildamyndahluta hátíðarinnar.

Fjöldi aðstandenda verða viðstaddir Norræna kvikmyndaga í Lübeck, þeirra á meðal Ísold Uggadóttir leikstjóri og handritshöfundur Andið eðlilega. Bragi Þór Hinriksson leikstjóri Víti í Vestmannaeyjum og Guðrún Ragnarsdóttir leikstjóri og handritshöfundur Sumarbarna verða viðstödd. Juan Camillo Roman Estrada, einn af aukaleikurum Konu fer í stríð verður viðstaddur fyrir hönd myndarinnar. Þá verður Sebastian Ziegler, framleiðandi og kvikmyndatökustjóri 690 Vopnafjarðar viðstaddur ásamt Guðbergi Davíðssyni og Konráð Gylfasyni leikstjórum og handritshöfundum „Varnarliðið“ kaldastríðsútvörður.