Um KMÍ
Á döfinni
  • Creative-europe-for-web

13.3.2017

Hægt að sækja um Creative Europe platforms styrki fyrir evrópsk lista- og menningarsvið

Nú er hægt að sækja um Creative Europe platforms styrki fyrir evrópsk lista- og menningarsvið. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2017 kl. 11.

Markmið European Platform/ evrópskra samstarfssviða er að koma á framfæri ungum listamönnum í alls kyns menningar og lista-samstarfi, þróunarverkefnum, framleiðslu o. fl.

Samstarfssvið geta verið t.d. hátíðir, samkomur, bókasöfn, leikhús, menningarstofnanir sem að skuldbinda sig til að koma á framfæri Evrópsku efni og ungum upprennandi listamönnum en skilyrði er að þeir nái 30% þátttakenda. Þá eru styrktar ferðir listamanna landa á milli.

Í European Platforms/evrópskum samstarfssviðum eiga að vera a.m.k. 10 þátttakendur frá 10 löndum,  þar af 5 ESB lönd a.m.k. 

Vegvísir fyrir umsækjendur 2017 er að finna á þessari slóð https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/funding/european-platforms-062017_en

Hverjir geta sótt um:

Skapandi listgreinar, mennta- og menningarstofnanir starfandi á listasviðum hvers konar. 

Einungis lögaðilar sem hafa starfað í tvö ár hið minnsta geta sótt um. Einstaklingar geta ekki sótt um.

Hér má sjá dæmi um styrkt verkefni:

https://eacea.ec.europa.eu/sites/eacea-site/files/eu-plat-2014-selection-results-with-members.pdf

Styrkir geta numið allt að €500,000 á ári og stutt allt að  80% verkefniskostnaðar. Hægt er að sækja um 4 ára verkefni. Matsferli tekur að jafnaði 5 mánuði eftir umsóknarfrest.

 

Kennsla á fjármálahluta verkefna:

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/library/e-tutorial-financial-management-your-project_en