Um KMÍ
Á döfinni

7.11.2018

Heimildamyndin UseLess vinnur sín fimmtu alþjóðlegu verðlaun

Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og  Ágústu M. Ólafsdóttur var nýverið valin besta heimildamyndin á NYCTV kvikmyndahátíðinni  í New York.

Myndin hefur áður hlotið verðlaun fyrir bestu myndina í umhverfisflokki á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles, hún var valin besta myndin á International Green Film Festival í Kraká í Póllandi, silfurverðlaun í flokknum Fight and adaption to climate change frá Deauvill Green Award  og svo hlaut hún sérstaka viðurkenningu frá EcoAct