Um KMÍ
Á döfinni

24.10.2018

Heimildamyndin UseLess vinnur til verðlauna

Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur var nýverið valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Krakow í Póllandi. Hún hlaut einnig Best Environmental Film Award á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles. Myndin hefur nú hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun en hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor. 

Heimildarmynd fjallar um eyðslu mannsins og hvers vegna við hendum svona miklu í ruslið og er framleidd af Vesturport og meðframleiðendur eru Vakandi og Landvernd.