Um KMÍ
Á döfinni
  • Mynd: RÚV

30.4.2018

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Peking

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist á kvikmyndahátíðinni í Peking. Verðlaunin hlaut hún fyrir tónlist sína í bresku kvikmyndinni Journey‘s End. Myndin hlaut einnig önnur verðlaun á hátíðinni, þar sem Paul Bettany vann fyrir bestan leik í aukahlutverki.

Hildur hefur áður samið tónlistina fyrir dönsku verðlaunamyndina Kapringen og samdi tónlistina fyrir sjónvarpsþáttaröðina vinsælu Ófærð ásamt Jóhanni Jóhannssyni heitnum. Aðrar myndir sem Hildur vann við með Jóhanni  áður en hann féll frá voru t.a.m. Prisoners, Sicario og Arrival.

Hildur samdi einnig tónlistina fyrir Eiðinn, finnsku myndina Tom of Finland, bresku myndina Mary Magdalene (ásamt Jóhanni) og Sicario: Day of the Soldado, sem kemur út síðar á árinu. Auk þess sá hún um einleik á selló fyrir The Revenant.