Um KMÍ
Á döfinni

3.7.2017

Hjartasteinn valin til þáttöku á LUX Film Prize

Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær 10 myndir sem valdar voru á stuttlista á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fer fram dagana 30. júní til 8. júlí í Tékklandi. 
Af þessum myndum verða 3 valdar og keppa þær til úrslita. 

Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar.

LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. 
Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing sem meðan annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. 

Myndirnar 3 sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir 40 borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Tilkynnt  verður um sigurvegara í nóvember.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina og þær myndir sem voru valdar á stuttlista má finna hér