Um KMÍ
Á döfinni

3.5.2017

Hjartasteinn hefur unnið til 30 verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum

Hjartasteinn,  kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, heldur áfram að bæta við sig alþjóðlegum verðlaunum. 

Myndin hlaut áhorfendaverðlaun á Crossing Europe Filmfestival sem fór fram í Linz í Austurríki dagana 25. - 30. apríl. 

Þetta eru 30. alþjóðlegu verðlaunin sem Hjartasteinn vinnur en auk Crossing Europe verðlaunanna hlaut myndin tvenn verðlaun á hátíðum sem fóru fram í byrjun apríl, Special Jury Prize fyrir leikstjórn á Dallas International Film Festival og the Jury Award sem Best Narrative Feature á Wicked Queer Festival sem fór fram í Boston.

Nánari upplýsingar um Hjartastein er að finna á Facebook síðu myndarinnar og á Kvikmyndavefnum.