Um KMÍ
Á döfinni

9.11.2020

Hljóðsetning 101: Veffundur STEFs og NCB um hljóðsetningarleyfi - 26. nóvember

Að fá leyfi fyrir notkun tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpi getur virst tímafrekt og flókið ferli. Hvenær þarf maður leyfi fyrir slíkri notkun? Hvernig aflar maður sér leyfis og hvers vegna? Þann 26. nóvember n.k. stendur NCB fyrir veffundi, þar sem fræðast má um réttindi og notkun tónlistar í kvikmynda- og þáttagerð.

Til þess að mega nota áður útgefna tónlist í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum þarf hljóðsetningarleyfi (e. synchronisation). Það á þó ekki við ef sú sjónvarpsstöð sem sýnir þáttinn er einnig framleiðandi hans og er með leyfi STEFs. Leyfi STEFs nær þó aldrei til leikinna dramasería né einkennislaga þátta. Þegar að leyfi STEFs sleppir getur NCB veitt leyfi fyrir hönd rétthafa um allan heim, ef þátturinn er sýndur á Norðurlöndunum. Ef dreifing á að vera alþjóðleg getur NCB veitt leyfi fyrir hönd meðlima Norrænna höfundaréttarsamtaka. Eins og sést bara á þessari stuttu umfjöllun, er þetta alls ekki einfalt.

Á veffundinum mun Gina Rosland Eide frá NCB fara í gegnum ferlið, allt frá því að lag er valið, þangað til framleiðslan er tilbúin til sýningar. Veffundur þessi verður haldinn í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, SÍK og RÚV.

Hér má finna hlekk á viðburðinn og nánari upplýsingar eru á Facebook viðburði STEF.