Um KMÍ
Á döfinni

28.6.2017

IDFA Forum og Docs for sale óska eftir umsóknum

Opið er fyrir umsóknir fyrir heimildamynda samframleiðslu- og fjármögnunarmarkaði á vegum IDFA. Markaðirnir fara fram samhliða International Documentary Film Festival í Amsterdam dagana 15.-26. nóvember. 

Alþjóðlegi samframleiðslu- og fjármögnunarmarkaðurinn IDFA Forum er einn stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. allar nánari upplýsingar má finna hér

Docs for Sale er einn stærsti sölumarkaðurinn fyrir heimildamyndir. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Allar nánari upplýsingar má finna hér

Markaðirnir eru opnir fyrir allar tegundir heimildamynda.