Um KMÍ
Á döfinni

28.2.2017

Íslenskar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn

 Þann 1. mars hefst ný kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn, Nordatlantiske Filmdage. Opnunarmynd hátíðarinnar verður kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson.

Kvikmyndahátíðin Nordatlantiske Filmdage fer fram á Norðurbryggju, norrænu menningarmiðstöðinni í hjarta Kaupmannahafnar og mun sýna kvikmyndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Íslenskar myndir sem verða sýndar á hátíðinni eru áðurnefnd Reykjavík, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og heimildamyndirnar Garn eftir Unu Lorenzen, Þórð Braga Jónsson og Heather Millard og Konur á rauðum sokkum eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur. Alls verða 18 myndir sýndar á hátíðinni.

Leikstjórarnir Ásgrímur Sverrisson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Þórður Bragi Jónsson og Halla Kristín Einarsdóttir verða viðstödd sýningar á myndum sínum og ræða verk sín við dagskrárstjórann Birgi Thor Möller og áhorfendur.

Menningarmiðstöðin á Norðurbryggju, Nordatlantens Brygge, stendur að kvikmyndahátíðinni í samstarfi við m.a. Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kvikmyndasafn Íslands, Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Dönsku Kvikmyndastofnunina.

Nánari upplýsingar er að finna á www.nordatlantens.dk

Einnig er hægt að hafa samband við Birgi Thor Möller dagskrárstjóra með því að hringja í síma +45 22964446 eða senda tölvupóst á birgir@bryggen.dk