Um KMÍ
Á döfinni

8.6.2017

Íslenskur kvikmynda- og menningarfókus á Trento Film Festival

Íslenskur kvikmyndafókus, undir nafninu Destination... Iceland, fór fram á kvikmyndahátíðinni Trento Film Festival. Hátíðin fór fram í 65. skipti í Trento á Ítalíu dagana 27. apríl - 7. maí. Hátíðin velur ár hver land til umfjöllunar á sérstökum fókus undir heitinu Destination... þar sem að fjallendi og óspillt náttúra eru talin helstu kennileiti landsins. Á hátíðinni í ár var Ísland valið sem viðfangsefni Destination....

Alls voru 15 kvikmyndir sýndar á fókusnum, bæði íslenskar kvikmyndir sem og kvikmyndir sem fjalla um Ísland og íslenska menningu. Eins voru fleiri viðburður tengdir Íslandi í boði á hátíðinni. 

Sýningarnar voru vel sóttar og mættu leikstjórarnir Ásdís Thoroddsen, sem leikstýrði myndinni Veðrabrigði, og Friðrik Þór Friðriksson, sem leikstýrði myndinni Sjóndeildarhringur, til þess að kynna myndir sínar sem sýndar voru á fókusnum. Þess má geta að Friðrik Þór var einnig dómari við keppnina í ár. 

Frekari upplýsingar um kvikmyndafókusinn má finna hér. Allar upplýsingar um Trento Film Festival má finna hér