Um KMÍ
Á döfinni

11.4.2017

Jökullinn Logar opnunarmynd 11 mm – International Football Film Festival

Jökullinn Logar hlaut góðar viðtökur sem opnunarmynd þýsku knattspyrnu kvikmyndahátíðarinnar 11 mm International Football Film Festival sem fór fram í Berlín dagana 17. – 21. mars s.l.

Hátíðin, sem haldin var í 13. sinn í ár, leggur áherslu á að sýna kvikmyndir sem skoða knattspyrnu frá félags- og menningarlegu sjónarhorni ásamt því að skoða vægi íþróttarinnar fyrir þjóðarvitund knattspyrnuþjóða. 

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla, sat fyrir svörum ásamt leikstjóra myndarinnar, Sævari Guðmundssyni, eftir opnunarsýninguna.