Um KMÍ
Á döfinni

10.4.2019

Kanarí vinnur til verðlauna í Aspen

Stuttmyndin Kanarí eftir Erlend Sveinsson hlaut  "Vimeo Staff Pick" verðlaunin á stuttmyndahátíðinni í Aspen sem fór fram dagana 2. - 7. apríl. 

Myndin er nú til sýnis í heild sinni á Vimeo þar sem hátt í 30 þúsund hafa nú þegar horft á hana.  

Um Kanarí:

Vala og Benni eru að flytja út á land og standa á tímamótum í sambandinu. Allt breytist á örstundu þegar þau lenda í árekstri á afskekktum sveitaveg.

Hér að neðan er hægt að nálgast Vimeo hlekkinn á myndina: 

Kanarí