Um KMÍ
Á döfinni

31.7.2018

Kona fer í stríð tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins. Verðlaunin verða nú veitt í 11. skipti. 

Myndin er ein af þremur myndum sem hljóta formlega tilnefningu og munu þær myndir nú ferðast til 28 landa í Evrópu þar til að tilkynnt verður um sigurvegara þann 14. nóvember. 

Tilkynnt var á Karlovy Vary hátíðinni, sem fór fram Tékklandi í byrjun júlí, að myndin væri í hópi 10 mynda sem kæmu til greina fyrir tilnefninguna.
Kvikmyndirnar Hrútar eftir Grím Hákonarson og Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson eru einu íslensku myndirnar sem hafa áður náð í þann hóp en er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd hlýtur formlega tilnefningu. 

Fram kemur á vef Lux verðlaunanna að þær þrjár myndir sem hljóti nú tilnefningu eigi það allar sameiginlegt að fjalla um konur sem grípa til aðgerða og kljást við knýjandi málefni líðandi stundar.