Um KMÍ
Á döfinni

14.11.2018

Kona fer í stríð hlaut LUX verðlaun Evrópuþingsins

Kona fer í stríð undir leikstjórn Benedikts Erlingssonar vann LUX verðlaun Evrópuþingsins, sem voru veitt í Strassborg í Frakklandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskri kvikmynd hlotnast þessi heiður. Benedikt var viðstaddur verðlaunaafhendinguna og veitti verðlaununum viðtöku.

Benedikt hafði eftirfarandi að segja í þakkarræðu sinni:

„Það er mikill heiður að vera hér í musteri löggjafarvaldsins. Mér líður eins og stjórnmálamanni og ég tel að stjórnmálamenn séu einnig sögumenn. Þið eruð reyndar mjög hugrökk, þar sem þið standið andspænis þeim raunverulegu áskorunum sem fylgja því að berjast gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar munu verða áherslumál allra stjórnmála í framtíðinni.“

Kona fer í stríð vann nýverið til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og hefur nú unnið til alls 14 alþjóðlegra verðlauna síðan hún var heimsfrumsýnd á Critics‘ Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem fjögur verðlaunanna unnust.

Myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári og Halldóra Geirharðsdóttir hlaut nýverið tilnefningu sem Besta evrópska leikkonan á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.

Með sölu og dreifingu erlendis fer sölufyrirtækið Beta Cinema (thorsten.ritter@betacinema.com).