Um KMÍ
Á döfinni

30.10.2018

Kona fer í stríð sýnd í LA ásamt öðrum evrópskum kvikmyndum sem eru framlög til Óskarins


25 evrópskar kvikmyndir sem eru tilnefndar til Óskarsins verða sýndar dagana 7. – 20. nóvember í Los Angeles. Eins og margir vita er myndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson framlag  okkar Íslendinga til Óskarsverðlaunanna 2019.  Þetta er í fyrsta sinn sem að sýningar af þessu tagi fara fram en viðburðurinn er á vegum EFP eða European Film Promotion. Meðlimir akademíunnar, blaðamönnum, bandarískum dreifingar- og alþjóðlegum söluaðilum  er boðið á sýningarnar til þess að varpa ljósi á framlag Evrópu til Óskarsins í flokknum besta erlenda myndin en um 87 myndir alls hafa verið tilnefndar í þeim flokki. Leikstjórar, aðalleikarar og aðrir aðstandendur verða viðstaddir sýningarnar.

Sjá nánari upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu European Film Promotion.