Um KMÍ
Á döfinni

4.8.2017

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur á móti Noemi Ferrer Schwenk í ágústmánuði

Í ágústmánuði tekur Kvikmyndamiðstöð Íslands á móti Noemi Ferrer Schwenk sem mun kynna sér starfssemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Vegna heimsóknarinnar hlaut hún sérstakan styrk úr sjóði Norrænu ráðherranefndarinnar sem ætlaður er til þess að efla norrænt samstarf.  

Noemi er yfirmaður alþjóðadeildar Dönsku kvikmyndastofnunarinnar þar sem hún er meðal annars yfir kynningarmálum á alþjóðavettvangi og samframleiðslu þar sem Danmörk tekur þátt sem minnihlutaframleiðandi. 

Hægt er að hafa samband við Noemi á noemi@kvikmyndamidstod.is.