Um KMÍ
Á döfinni
  • Lesarcs

7.11.2018

Les Arcs og KMÍ styrkja framleiðendur til þátttöku á Les Arcs markaðnum - umsóknarfrestur til 20. nóv.

Samframleiðslumarkaður kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs ætlar í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands að styrkja tvo framleiðendur til þátttöku á markaðnum sem fram fer 15. - 18. desember næstkomandi. Umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember.

Stuðningurinn felst í aðgangspassa að markaðnum, fundum, ráðstefnum o.fl. Einnig þrjár gistinætur og akstur til og frá flugvellinum í Genf en þátttakendur þurfa sjálfir að greiða annan ferðakostnað.

Að þessu sinni er sérstaklega horft til kvenframleiðenda sem hafa áhuga á að efla tengslanet sitt og eru þær því sérstaklega hvattar til að sækja um
Umsókn um stuðninginn skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um verk í vinnslu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu/þekkingu af alþjóðlegri samframleiðslu.

Nánari upplýsingar veitir Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri. Sótt er um með því að senda tölvupóst á umsoknir@kvikmyndamidstod.is