Um KMÍ
Á döfinni

13.6.2017

MIA|Cinema Co-Production Market óskar eftir umsóknum

Samframleiðslumarkaðurinn MIA|Cinema Co-Production Market, sem fer fram í Róm dagana 19.-22. október, óskar eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til 25. júlí n.k.

Um er að ræða markað sem leggur áherslu á að gefa framleiðendum og leikstjórum kvikmynda í fullri lengd tækifæri á að kynna verkefni sín með það fyrir augum að styrkja tengslanet sitt.

Markaðurinn býður einnig upp á þátttöku í Eurimages Co-Production Development Award þar sem að vinningsverkefni hlýtur 20.000 evrur í verðlaun. 

Allar nánari upplýsingar um markaðinn og hvernig skuli sækja um þátttöku má finna hér