Um KMÍ
Á döfinni

13.3.2017

MIDPOINT Feature Launch vinnustofan óskar eftir umsóknum - umsóknarfrestur framlengdur til 24. mars

MIDPOINT Feature Launch er vinnustofa sem ætluð er skapandi teymum af leikstjórum, handritshöfundum og framleiðendum. 

Vinnustofan fer fram í tveimur mismunandi stöðum; í Prag, Tékklandi og Ohrid, Makedóníu. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl milli fagfólks á alþjóðavettvangi. Níu verkefni verða valin til þátttöku og á eitt verkefni möguleika á því að vinna til þróunar verðlauna Midpoint, að upphæð 8.000 evra.

Einnig er opið fyrir umsóknir í Rough Cut Atelier sem fer fram á sama tíma fyrir verkefni á gróf-klipp stigi þar sem boðið er upp á ráðgjöf fagfólks.

Vinnustofa 1 fer fram í Ohrid, Makedóníu dagana 10. til 16. júní. Umsóknarfrestur rennur út 24. mars 2017. 
Vinnustofa 2 fer fram í Prag, Tékklandi dagana 15. til 21. október 2017. Opið er fyrir umsóknir til 15. júlí 2017.

 Vinsamlegast athugið að umsóknarfrestur fyrir fyrri vinnustofuna hefur verið framlengdur til 24. mars. 

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu MIDPOINT FeatureLaunch .


MIDPOINT Feature Launch er styrkt af Creative Europe – Media áætlun Evrópusambandsins.