Um KMÍ
Á döfinni

8.6.2017

New Nordic Films óskar eftir umsóknum

New Nordic Films samframleiðslu- og fjármögnunarmarkaðurinn fer fram samhliða The Norwegian International Film Festival í Haugesund dagana 22. - 25. ágúst. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k.

Þar býðst framleiðendum og leikstjórum að kynna verkefni fyrir kaupendum, dreifingaraðilum og fjármögnunaraðilum.
Þau verkefni sem eru gjaldgeng fyrir New Nordic Films eru kvikmyndir í fullri lengd sem henta fyrir alþjóðlega samframleiðslu. Markaðurinn hentar framleiðslufyritækjum sem að eru með verk í vinnslu sem tengjast Norðurlöndunum eða ef að framleiðendur eru sérstaklega að leita að norrænum samframleiðanda. 

Allar nánari upplýsingar um markaðinn ásamt upplýsingum um það hvernig skuli sækja um má finna hér
Verkefnið er unnið í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og m.a. styrkt af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum ásamt Creative Europe - MEDIA áætlun Evrópusambandsins.