Um KMÍ
Á döfinni

12.6.2017

Nordisk Film & TV Fond auglýsir laust starf

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn óskar eftir umsóknum um starf á skrifstofu sinni.
Hlutverk Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er að efla framleiðslu norræns kvikmynda- og sjónvarpsefnis, með því að taka þátt í lokafjármögnun bíómynda, sjónvarpsmynda og þáttaraða og skapandi heimildamynda. Aðilar að sjóðnum eru norrænu kvikmyndastofnanirnar og sjónvarpsstöðvar í almanna- og einkaeigu. Á Íslandi eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Stöð 2 aðilar að sjóðnum. 

Starfið sem um ræðir snýr m.a. að daglegum rekstri, fjármálum og samþættingu verkefna. Um er að ræða fastráðningu í fullt starf. 

Allar fyrirspurnir varðandi starfið má senda á petri@nordiskfilmogtvfond.com. Hér má sjá auglýsinguna um starfið.

Umsóknarfrestur er til 19. júní kl. 16 að norskum tíma. Umsóknir skal senda á lise@nordiskfilmogtvfond.com