Um KMÍ
Á döfinni

7.4.2017

Nordisk Panorama býður afslátt af passa á Sheffield Doc/Fest

Heimildamyndahátíðin Sheffield Doc/Fest mun fara fram í Sheffield á Englandi frá 9. til 14. júní næstkomandi. Nordisk Panorama hátíðin er ein af samstarfsaðilum Sheffield Doc/Fest hátíðarinnar og býður tilvonandi norrænum þáttakendum afslátt af passa á síðarnefndu hátíðina. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 27. apríl.

Með passa hlýst aðgangur að hátíðinni, markaði, ráðstefnu og fleiri atburðum.

Til að sækja um þarf að senda Christinu Jul Gregersen, Forum Manager hjá Nordisk Panorama, tölvupóst á christina@nordiskpanorama.com með nafni, fyrirtæki og tölvupóstfangi allra þátttakenda.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nordisk Panorama.