Um KMÍ
Á döfinni

15.5.2017

Nordisk Panorama Forum óskar eftir umsóknum.

Nordisk Panorama Forum er vettvangur fyrir heimildamyndaverkefni á öllum stigum frá Norðurlöndunum, Grænlandi, Álandseyjum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen þar sem aðal markmiðið er að fjármagna heimildamyndaverkefni.

Viðburðurinn, sem haldinn er í 24. skipti í ár, fer fram dagana 24.-26. september í Malmö. Alls eru 24 verkefni valin til þátttöku. Umsóknarfrestur er til 24. maí 2017.

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn og hvernig skuli sækja um má finna hér.