Um KMÍ
Á döfinni

27.9.2023

Bransadagar RIFF 2023 – 3.-7. október

RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Samhliða hátíðinni fara fram Bransadagar 3.-7. október. Líkt og fyrri ár fer þar fram dagskrá sem sérstaklega er miðuð að fagfólki og nemendum í kvikmyndagerð. 

Boðið verður upp á námskeið, meistaraspjöll, pallborðsumræður, tengslamyndunarviðburði og RIFF Talks, sem eru fyrirlestrar í anda TedX Talks. Þá verður einnig boðið upp upp á pallborðsumræður um teiknimyndagerð, samframleiðslu og gervigreind í kvikmyndatónlist.

Smelltu til að stækka myndina.

Bransadagur RIFF fara fram í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. Gísli Snær Erlingsson, sem hóf nýlega störf sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, býður þar ásamt öðru starfsfólki Kvikmyndamiðstöðvar upp á opið samtal við íslenskt fagfólk og kvikmyndanemendur sem sækja bransadaga.

Frekari upplýsingar er að finna á vef RIFF.