Um KMÍ
Á döfinni

19.10.2023

Hrollvekja Erlings Thoroddsen frumsýnd á Screamfest í Los Angeles

Ný hrollvekja úr smiðju Erlings Óttars Thorodssen var heimsfrumsýnd þann 18. október á hrollvekjuhátíðinni Screamfest, sem er ein elsta og helsta hátíð sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Vefmiðillinn Klapptré greinir frá.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Erlingi, en hann frumsýndi fyrir skömmu kvikmyndina Kulda, sem er enn í sýningum á Íslandi.

The Piper byggist á þjóðsögunni um rottufangarann frá Hameln og segir frá ungu tónskáldi sem fær tækifæri til að leggja lokahönd á tónverk látins lærimeistara. Smám saman læðist að henni grunur um að tónlistin laði fram ill öfl. Breski leikarinn Julian Sands fer með eitt aðalhlutverka í myndinni, en hann féll frá fyrr á árinu.

The Piper er væntanleg í íslensk kvikmyndahús í nóvember.