Um KMÍ
Á döfinni

6.12.2023

Northern Comfort vinnur áhorfendaverðlaun Scanorama – annað árið í röð sem íslensk kvikmynd hlýtur verðlaunin

Northern Comfort, kvikmynd í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Scanorama-hátíðarinnar í Litáen, sem fram fór 9.-19. nóvember. Þetta annað árið í röð sem íslensk kvikmynd hreppir þar verðlaunin.

Northern Comfort er gamanmynd sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði í London þar sem lokaáfanginn er flugferð til Íslands. Hún var heimsfrumsýnd á South by Southwest í Bandaríkjunum í mars og fór í almennar sýningar á Íslandi um haustið.

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land, hlaut áhorfendaverðlaun Scanorama í fyrra. Yfir 40.000 gestir sækja hátíðina heim ár hvert og er hún önnur stærsta kvikmyndahátíð Litáens.