Um KMÍ
Á döfinni

10.4.2019

Nýjar reglugerðir um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin

Evrópska kvikmyndaakademían (EFA) hefur breytt ferlinu á vali á leiknum kvikmyndum og heimildamyndum fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. 

Hver þjóð tilnefnir ekki lengur eina innlenda mynd til kvikmyndaverðlaunanna heldur verða að hámarki 45 leiknar myndir og 12 heimildamyndir valdar og meðlimir EFA kjósa um sigurvegara. 

Verðlaunaafhendingin mun fara fram 7. desember í Berlín. 

Umsóknarfrestur er 31. maí og til viðbótar við núverandi þátttökuskilyrði verða myndir að uppfylla a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum; að hafa hlotið verðlaun á stórri kvikmyndahátíð; að hafa hlotið mikla athygli á kvikmyndahátíðum; seld til eða sýnd í kvikmyndahúsum í a.m.k. þrem löndum (eitt land fyrir heimildamyndir).

Uppfylli myndin skilyrði akademíunnar þá geta meðlimir EFA, evrópskar kvikmyndastofnanir, hátíðir og fleiri aðilar að Evrópsku kvikmyndaakademíunni mælt með myndinni fyrir tilnefningu.    

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni.

Evrópska kvikmyndaakademían var stofnuð að frumkvæði kvikmyndagerðarmanna í tengslum við úthlutun fyrstu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í nóvember 1988. Auk hinna árlegu kvikmyndaverðlauna miðar akademían að því að því að örva skilning á evrópskri kvikmyndagerð, óháð landamærum, stjórnmálum, fjárhag, menntun og í listrænu tilliti. Starfið fer einkum fram með ráðstefnuhaldi og ýmiskonar námskeiðum og hugmyndasmiðjum.