Um KMÍ
Á döfinni

25.1.2019

Óskað er eftir umsóknum um sýningarstyrki vegna áranna 2017 og 2018

Nú er hægt að sækja um sýningarstyrki vegna áranna 2017 og 2018 á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 

Sýningarstyrkir eru veittir til framleiðslufélags kvikmynda á íslensku sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum á Íslandi.

Til þess að hljóta sýningarstyrk þarf frumgerð kvikmyndar að vera á íslensku, sem þýðir að textaðar eða talsettar kvikmyndir eru ekki gjaldgengar. Þá þarf sýningartími kvikmyndarinnar að vera 70 mínútur að lágmarki.

Sýningarstyrkur er reiknaður sem 20% af verðmæti seldra aðgöngumiða kvikmynda í almennum sýningum í innlendum kvikmyndahúsum. Það þýður að fjárhæð sýningarstyrks tekur mið af kaupum áhorfenda á aðgöngumiðum, en tekur t.d. ekki mið af ætluðu verðmæti boðsmiða, hátíðarsýninga eða mögulegra afsláttarkjara.

Umsóknarfrestur rennur út 30. júní 2019. Umsóknir verða þó teknar til umfjöllunar og um leið og þær berast.

Sótt er um sýningarstyrk á rafrænni umsóknargátt KMÍ:
https://umsokn.kvikmyndamidstod.is 

Hér að neðan má finna nánari upplýsingar og leiðbeiningar á kröfum til umsókna:

Upplýsingar um sýningarstyrki vegna áranna 2017 og 2018, leiðbeiningar og skýringar um meðferð og mat umsókna