Um KMÍ
Á döfinni

9.8.2017

Óskað eftir umsóknum fyrir vinnustofu með leikmyndahönnuðinum Allan Starski

Leikmyndahönnuðurinn Allan Starski, sem hlaut Óskarsverðlaun árið 1994 fyrir bestu leikmynd í kvikmyndinni Schindler‘s List, mun dagana 20. – 21. janúar á næsta ári stjórna vinnustofu um leikmyndahönnun. Vinnustofan er á vegum Fest Film Lab og mun fara fram í Berlín og eru einungis 25 laus pláss. Umsóknarfrestur með 25% afslætti að aðgangsgjaldi rennur út 18. ágúst næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna, Allan Starski og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu Fest Film Lab.