Um KMÍ
Á döfinni

25.9.2017

Petri Kemppinen og Karolina Lidin frá NFTF á landinu 9. – 10. október - umsóknarfrestur til 6. október

Petri Kemppinen, forstöðumaður Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins og Karolina Lidin, heimildamyndaráðgjafi hjá sjóðnum, verða stödd á landinu 9. – 10. október. Munu þau bjóða upp á kynningu á störfum sjóðsins og halda fundi með kvikmyndagerðarmönnum til að ræða verkefni sem viðkomandi eru með í vinnslu/þróun.

Mánudaginn 9. október munu Petri og Karolina halda stutta kynningu á störfum sjóðsins klukkan 16:30 í Bíó Paradís. Að kynningu lokinni verður boðið upp á drykki og snarl. Áhugasamir skulu skrá sig á kynninguna með því að senda tölvupóst á gunnar@kvikmyndamidstod.is fyrir 6. október næstkomandi.

Þriðjudaginn 10. október munu þau halda fundi með kvikmyndagerðarmönnum. Tvenns konar fundir verða í boði; fyrir leiknar kvikmyndir í fullri lengd og leikið sjónvarpsefni annars vegar og heimildamyndir hins vegar. Hver fundur verður 15 mínútur að lengd. Til að óska eftir fundi þarf að senda tölvupóst á gunnar@kvikmyndamidstod.is með söguþræði og lista yfir lykilstarfsmenn verkefnisins fyrir 6. október næstkomandi.