Um KMÍ
Á döfinni

9.6.2017

POWR Baltic Stories Exchange og Baltic Event Co-Production Market óska eftir umsóknum

Baltic Event samframleiðslumarkaðurinn sem fer fram ár hvert í  í Tallin, Eistlandi óskar eftir umsóknum. Í ár fer markaðurinn fram dagana 29. nóvember -1. desember. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017.

Um er að ræða tvo viðburði á markaðnum. Annars vegar vinnustofan POWR Baltic Stories Exchange þar sem að 7 handritshöfundum frá Norðurlöndunum og Eystrarsaltslöndunum er boðið að kynna verkefni í þróun fyrir fagfólki á samframleiðslumarkaðnum með það fyrir augum að finna framleiðendur fyrir verkefnið. 

Eins er í boði Baltic Event Co-Production Market þar sem hægt er að finna meðframleiðendur, fjárfesta og sölufyrirtæki fyrir verkefni. Eurimages Co-Production Development Award uppá 20.000 evrur er í boði fyrir verkefni í þróun. 

Allar nánari upplýsingar um Baltic Event og hvernig skuli sækja um má finna á heimsíðu viðburðarins

Baltic Event er styrkt af Creative Europe - MEDIA áætlun Evrópusambandsins.