Um KMÍ
Á döfinni

29.9.2017

RIFF stendur nú yfir

 

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hófst þann 28. september og stendur yfir til 8. október. Í ár fer hátíðin fram í 14. skipti og líkt og hin fyrri ár verður fjöldinn allur af erlendum og íslenskum kvikmyndum sýndar.

Á meðal íslenskra kvikmynda sem verða sýndar á hátíðinni eru opnunarmyndin dansk/íslenska Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason og heimildamyndin spænsk/íslensk bandaríska La Chana eftir Luciju Stojevic.

Fjöldi íslenskra stuttmynda verða einnig sýndar, þeirra á meðal Cut eftir Evu Sigurðardóttur, Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, Engir draugar eftir Ragnar Snorrason, Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, hin bandarísk/íslenska How Far She Went eftir Uglu Hauksdóttur, Ávani eftir Bergsvein Jónsson, hin dansk/íslenska Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur og Fótspor eftir Hannes Þór Arason.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá, hverja mynd, sérviðburði og hvernig skuli nálgast miða er að finna á heimasíðu RIFF.