Um KMÍ
Á döfinni

11.6.2021

Samtök kvikmyndaleikstjóra SKL kynna verkefnin sem voru valin til þess að taka þátt í vinnusmiðju með Mörtu Andreu

SKL stendur fyrir vinnusmiðju fyrir heimildamyndir í vinnslu með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Vinnusmiðjan verður haldin 24. – 25. júní á sama tíma og IceDocs – Alþjóðlega heimildamyndahátíðin á Akranesi sem fer fram dagana 23.-27. júní.

24 verkefni sóttu um og þakkar SKL öllum umsækjendum fyrir innsendingu á verkum sínum og þátttöku. Nefnd á vegum SKL valdi 13 verkefni af þeim 24 verkefnum sem voru send inn og fóru þau áfram á Mörtu Andreu sem valdi síðan sex verkefni til að taka þátt í vinnusmiðjunni.

Verkefnin voru mjög öflug og fjölbreytt sem gefur til kynna að það er mikil gróska í heimildamyndum. Vegna gildandi ferðatakmarkanna mun Marta Andrea ekki vera í eigin persónu á vinnusmiðjunni í júní en hún kemur til landsins í september og verður með framhald á vinnusmiðjunni dagana 10. – 12. júní.

Verkefnin sem voru valin til þess að taka þátt eru:

Black Sun. Umsækjandi Ari Allansson.

Brynhildur. Umsækjandi Karna Sigurðardóttir.

Litla Hraun. Umsækjendi Erlendur Sveinsson.

Lýrikk. Umsækjandi Haukur M. Hrafnsson og Ásta Júlía Guðjónsdóttir.

The Heath. Umsækjandi Jessica Auer.

The return of the king. Umsækjandi Sigurður Unnar Birgisson.

SKL hvetur alla til að líta við á heimildahátíðinni IceDocs sem fer fram dagana 23.-27. júní. Þar verður sýndur fjöldi úrvals heimildamynda í bland við sérviðburði. Frítt er á kvikmyndasýningar en myndirnar verða einnig aðgengilegar á vefnum gegn vægu gjaldi.